Um okkur
Eyvindartunga hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í yfir 100 ár.
Um okkur
Fjölskyldurekið fyrirtæki
Tvær kynslóðir standa að reksti á bænum Eyvindartunga. Það eru eigendur staðarins Helga og Snæbjörn; og tveir af fimm sonum þeirra; Magnús og Jón Forni, ásamt Stephanie eiginkonu Magnúsar sem koma að rekstrinum. Þá er átt við Hlöðuna, gistiaðstöðuna og virkjunar Sandár. Þau eru öll búsett í Laugardal í Bláskógabyggð.
Hlaðan, viðburðarrýmið, var endurgerð árið 2019 í tilefni að brúðkaupi Magnúsar og Stephanie. Stephanie, sem rekur ættir sínar til Ástralíu, upplifði þar meiningu íslenska orðtaksins þetta reddast af fyrstu hendi. Framkvæmdir við hlöðuna hófust um miðjan júní 2019 og var brúðkaupið skipulagt 1.september 2019. Þó var ansi margt ógert. Það skal tekið fram að öll fjölskyldan, vinir og vandamenn komu að þessu verki.
Stephanie kom með góða reynslu við að skipuleggja viðburði og hátíðir í farteskinu frá Ástralíu. Þá byggir hún einnig á sinni eigin reynslu af því að gifta sig í sveitinni og þekkir því vel til skipulagningu slíkra viðburða; auk þess að hún er með meistaragráðu í stjórnun í ferðaþjónustu frá Háskólanum í Reykjavík. Eiginmaður hennar og húsasmiðurinn Magnús, er snöggur að „redda“ hlutunum ef þörf er á.
1
2
3
4
5
6
7
8
9
Um okkur
Sjálfbærnistefna Eyvindartungu
Sjálfbærni: Rekstur Eyvindartungu byggist á sjálfbærni í víðum skilningi, t.d. er allt rafmagn á bænum og fyrir Laugarvatn framleitt af tveimur vatnsaflsvirkjunum í Eyvindartungu, Sandárvirkjun IV og Sandárvirkjun V. Þær eru staðsettar í ánni Sandá sem rennur í gegnum jörðina frá upptökunum í Rauðagili þar til hún sameinast Djúpá á landamerkjum við Útey.
Fyrsta vatnsaflsvirkjunin, Sandárvirkjun I, var gangsett árið 1929. Hún var reist til að útvega Héraðskólanum á Laugarvatni rafmagn. Sá kostur, að hægt var að framleiða rafmagn í næsta nágrenni við skólann, var ein af ástæðunum fyrir því að Héraðsskólanum var úthlutuð þessi staðsetning á Laugarvatni. Í framhaldinu voru reistir fleiri skólar á staðnum og Laugarvatn varð að menntasetri í sveit.
Árið 1997 hófu Eyvindartungubændur skógrækt á jörðinni. Aðallega hefur verið plantað fyrir neðan þjóðveginn í nánd við Laugarvatn og eru um 170 ha. lands helgaðir þessu verkefni, þ.e. tæp 40% af landi Eyvindartungu. Auk þess að kolefnisjafna með þessu móti, hefur skógræktin orðið hluti af fallegu útsýni sem blasir við gestum Hlöðunnar þar sem Djúpá liðast niður að Laugarvatni með viðfræga eldfjallið Heklu í bakgrunni.
Árið 2021 varð Eyvindartunga þáttakandi í verkefninu, ,,Bændur græða landið“, og hefur árlega verið dreift tvígildum landgræðsluáburði ásamt grasfræði til að stöðva rof í melhólum og þekja þá gróðri.

Mynd eftir Jón Teitsýnni, bónda í Eyvindartungu. Ártal óþekkt.