Sveitabrúðkaup í Eyvindartungu
Einstök upplifun fyrir alla
Brúðkaup
Sveitabrúðkaup er einstök upplifun fyrir alla
Eyvindartunga stendur við Laugarvatn í sirka klukkustundar akstursfjarlægð (78 km) frá Reykjavík. Bærinn státar sér af nýuppgerðri hlöðu, sem getur hýst veislur fyrir 126 gesti, gamla íbúðarhúsinu, sumarbústað fyrir samtals 16 gesti og einkatjaldsvæði með grænni raforku.
Með því að leigja staðinn frá föstudagseftirmiðdegi til sunnudags fáið þið tækifæri til að njóta sveitasælunnar og ljúka brúðkaupsundirbúningi í friði og ró með ykkar nánustu.
hvernig fer þetta fram?
Upplifunin
Seinni partur föstudags
Við komuna seinni part föstudags getur fjölskyldan ásamt vinum gert sér glaðan dag við lokaundirbúning brúðkaupsins og notið sveita kyrrðarinnar á tjaldsvæðinu, í gamla bænum eða sumarbústaðnum nóttina fyrir stóra daginn.
Laugardagsmorgun
Á laugardagsmorgni fyrir athöfnina verður hlaðan opnuð til að taka á móti hvers kyns varningi. Þá er tilvalið að skreyta rýmið og tónlistarmenn geta komið með hljóðfærin sín og sett upp hljóðkerfi. Alltaf er hægt að kalla til starfsmann til aðstoðar.
Giftingarathöfnin
Giftingarathöfnin sjálf getur farið fram víða. Í nágrenninu eru fallegi staðir út í náttúrunni, og litlar fallegar kirkjur t.d. í Miðdal, Haukadal og á Mosfelli. Skálholtskirkja (í 20 mín. akstursfjarlægð) er stærri og ein glæsilegasta kirkja landsins. Einnig stendur til boða að halda athöfnina í Eyvindartungu hvort sem það er utan eða innan dyra.
Starfsfólk
Starfsfólk Eyvindartungu hefur umsjón með öllu varðandi kvöldið, en býður að sjálfsögðu veitingafólk og annað utanaðkomandi starfsfólk velkomið. Starfsfólk Eyvindartungu sér til þess að allt gangi smurt þar til að veisluhöldum lýkur um kl. 3 um nóttina.
Sunnudagsmorgun
Hlaðan verður opnuð á ný kl. 11 á sunnudagsmorgni svo hægt sé að sækja gjafir, skreytingar og annað sem hefur orðið eftir frá kvöldinu áður. Þá er einnig tilvalið að fá sér kaffibolla saman áður en hver heldur sína leið klukkan 13:00 – eða þá að gleðin heldur áfram í Laugarvatni Fontana eða á fáfarnari slóðum hér í uppsveitum Árnessýslu.
Myndir: Kaja Balejko Photography, Norris Niman, Antanas Šakinis Photography, Gunnar Bjarki, Iceland Wedding Photographer, Arctic Weddings Iceland
Hvað þarf ég að vita?
Helstu upplýsingar
Innifalið í leigu
- Leiga á salinum frá föstudegi kl. 16 til sunnudegi kl. 13.
- Salurinn er lokaður milli kl. 3 og kl. 11 á sunnudeginumog opinn milli kl. 11 og kl. 13 til að sækja hluti úr salnum.
- Borð, stólar og dúkar fyrir 125 manns.
- Glervörur, diskar og hnífapör.
- Hljóðkerfi með hátölurum, tveimur hljóðnemum, mixer með HDMI/AUX/Bluetooth, vegghengdum skjávarpa tengdum HDMI og píanói.
- Fjölbreytt húsgögn, ljós og skraut.
- Tveir fundir á staðnum, þ.e.a.s. fyrstu skoðun á staðnum og önnur heimsókn fyrir brúðkaupshelgina.
- Einn starfsmaður Eyvindartungu til að opna salinn fyrir aukaþjónustaaðila og svara fyrirspurnum, laugardagsvakt í síma og sunnudagsmorgun á milli kl.11 og kl.13.
- Allt að tvær klukkustundir til að skipuleggja hlutverk starfsmanna og áætlaða röð atburða.
Starfsfólk
Eyvindartunga vinnur með starfsfólki af svæðinu og felur því hlutverk við brúðkaupið í samræmi við þá áætlun sem liggur fyrir. Þá getum við einnig mælt með verktökum fyrir sérhæfðari þjónustu. Starfsmenn munu sjá til þess að húsnæðinu sé skilað eins og að því var komið.
Við munum aðstoða ykkur við að skipuleggja vinnu starfsmanna um kvöldið, og ákvarða hvort nauðsynlegt sé að ráða aukastarfsfólk. Athugið að laun starfsfólks eru ekki innifalin í leiguverði salarins. Þau eru háð lengd veislunnar og þjónustustigi. Vinsamlegast skoðið brúðkaupsbæklinginn og verðskráin fyrir frekari upplýsingar.
Veislu- og barþjónusta
Í Eyvindartungu er mótökueldhús þar sem veitingaþjónustaraðilar eða þið sjálf með eigin veitingar eruð velkomin. Við höfum góða reynslu af samstarfi við margs konar birgja og þjónustuaðila á svæðinu sem við getum mælt með af heilum hug.
Við höfum umsjón með barnum og getum pantað vínföng fyrir veisluna en ykkur er einnig velkomið að koma með eigin drykki gegn tappagjaldi.
Gisting
Í Eyvindartungu er svefnrými fyrir 16 manns í gamla íbúðarhúsinu og sumarbústaðnum. Bæði húsin eru sjálfkrafa tekin frá fyrir brúðkaupið þannig að þið hafið staðinn fyrir ykkur og ykkar gesti. Á grasflötinni bak við hlöðuna eru rafmagnstenglar fyrir allt að 24 hjólhýsi, húsbíla og tjöld. Rafmagn á svæðinu kemur allt frá tveimur vatnsaflsvirkjunum sem eru staðsettar í landi Eyvindartungu. Gistingin er ekki innifalin í leiguverði salarins, en tjaldsvæðið er innifalið í leigu á gamla íbúðarhúsinu.
Vinsæl sumarhúsasvæði, allmörg hótel og gistiheimili eru innan 20 mínútna akstursfjarlægðar frá Eyvindartungu.
Allt gistirými í Eyvindartungu er frátekið fyrirfram fyrir brúðkaup og er bókað beint í gegnum okkur.
Dagsetningar 2024
- 13. – 15. september 2024
- 27. – 29. september 2024
- 25. – 27. október 2024
- 1. – 3. nóvember 2024
- 22. – 24. nóvember 2024
- 29. nóv. – 1. desember 2024
Vinsamlegast sjá dagatalið fyrir 1. janúar til 31. desember 2025.
Hvað segja brúðirnar?
Umsagnir
Við leituðum um allt land að stað sem gæti hentað fyrir hið fullkomna sveitabrúðkaupi. Um leið og við keyrðum upp að Eyvindartungu vissum við að þetta væri rétti staðurinn. Það að halda brúðkaup er stórt verkefni og það er ekki hægt að finna betri stuðning en í henni Stephanie! Hún er ótrúlega fagmannleg og leiddi okkur í gegnum allt ferlið.
Ég mæli heilshugar með Eyvindartungu. Brúðkaupið okkar var í alla staði hið fullkomna sveitabrúðkaup. Salurinn er einstaklega fallegur, umhverfið og útsýni frábært. Stephanie var í alla staði frábær, boðin og búin til að svara hverju smáatriðii allan undirbúningstímann og bjó yfir ótal ráðum og hugmyndum til að gera daginn okkar fullkominn.
12 stjörnur af 10 mögulegum fyrir þennan draumastað.
Bóka núna
Bóka brúðkaup
Vinsamlegast fyllið út formið hér að neðan. Við munum svo hafa samband við fyrsta tækifæri.
Athugið að bókun er ekki staðfest fyrr en að við höfum sent ykkur staðfestingu á bókun.